Bandaríkjamenn fylgjast náið með Bólivíu

Almennir borgarar flýja vettvang eftir að hermenn höfðu beitt táragasi …
Almennir borgarar flýja vettvang eftir að hermenn höfðu beitt táragasi á hóp fólks sem hafði safnast saman til að mótmæla valdaráni. AFP

Hermenn í bólivíska hernum eru búnir að ráðast inn í forsethöllina í Bólivíu þar sem valdarán er yfirvofandi. 

Bandaríkjastjórn fylgist náið með atburðarásinni í Bólivíu þar sem Luis Acre forseti landsins hvatti almenning til þess að safnast saman gegn valdaráni hersins.

„Bandaríkin fylgjast náið með stöðunni í Bólivíu og kalla eftir ró allra sem að málinu koma,“ segir talsmaður Hvíta hússins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert