Frumvarp dregið til baka eftir dauða 20 mótmælenda

William Ruto, forseti Kenía hefur dregið til baka frumvarp sem …
William Ruto, forseti Kenía hefur dregið til baka frumvarp sem fól í sér miklar skattahækkanir. AFP

Forseti Kenía hefur ákveðið að frumvarp sem fól í sér miklar skattahækkanir í landinu verði dregið til baka. Um er að ræða mikinn viðsnúning en rúmlega 20 hafa látið lífið í tengslum við mótmæli á frumvarpinu. 

Til að byrja með voru mótmælin, sem hófust í síðustu viku, að mestu verið leidd af ungu fólk og farið fram á friðsælan hátt. Eftir að frumvarpið var samþykkt á keníska þinginu í gær sóttu þau hins vegar í sig veðrið.

Átök náðu hámarki eftir að lögregla skaut fimm skotum inn í hóp mótmælalenda. Í framhaldinu brutust út átök brutust út milli mótmælanda og lögreglu.

19 létu lífið í óeirðunum í höfuðborginni Nairobi í gær að sögn eftirlitsmanns á vegum ríkisins.

„Þjóðin hefur talað“

Á blaðamannafundi í dag tilkynnti forseti Kenía, William Ruto, að hann myndi ekki skrifa undir frumvarpið sem þingið hafði þegar samþykkt og þar með verði það dregið til baka

„Þjóðin hefur talað,“ sagði Ruto og bæti við:

„Ég mun leggja til samtal við unga fólkið okkar, syni okkar og dætur, til að við hlustum á það sem þau hafa að segja.“

Um er að ræða umvendingu í málflutningi forsetans en í ávarpi í gær talaði hann um mótmælendur sem glæpamenn.

Mótmælin halda áfram

Mótmælendur voru fljótir að bregðast við tilkynningu forsetans um að frumvarp yrði dregið til baka og töldu sumir að um væri að ræða einhvers konar klæki forsetans til að fegra ímynd sína.

Aftur hefur verið boðað til mótmæla í landinu á morgun þrátt fyrir ákvörðunina en einn mótmælandi sagði fréttastofu AFP: „Á morgun göngum fyrir betri framtíð í Keníu.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert