Hefur verið að undirbúa sig allt sitt líf

Donald Trump og Joe Biden takast á í sjónvarpssal á …
Donald Trump og Joe Biden takast á í sjónvarpssal á morgun. AFP

Joe Biden og Donald Trump munu mætast í kappræðum á morgun í fyrsta sinn í aðdraganda forsetakostninganna í haust. Kappræðurnar gætu komið til með að hafa mikil áhrif á baráttuna um valdamesta embætti heims en frambjóðendurnir tveir mælast nokkuð jafnir í skoðannakönnunum.

Búist er við að tugir milljóna Bandaríkjamanna muni fylgjast með kappræðunum sem verða sýndar á CNN en báðir frambjóðendur hafa í auknum mæli ráðist að persónu hvors annars í aðdraganda kappræðnanna.  

„Ég held að ég hafi verið að undirbúa mig fyrir þetta allt mitt líf... við munum gera þetta mjög vel,“ sagði Donald Trump um kappræðurnar í samstali við sjónvarpstöðina Newsmax.

Áhyggjur yfir aldri frambjóðanda

Sem stendur mælist Trump með örlítið forskot á Biden í þeim sveifluríkum sem koma líklega til með að ráða úrslitum kosninganna en yfir höfuð mælist fylgi þeirra jafnt.

Mikið hefur verið rætt um aldur Biden, sem er 81 árs, en margir kjósendur hafa áhyggjur af andlegri skerpu hans. Ekki hefur borið á áhyggjum yfir aldri Trump í sama mæli þrátt fyrir að vera aðeins þremur árum yngri en andstæðingur sinn.

Báðir frambjóðendur hafa upp á síðkastið verið staðnir að mistökum í opinberum ræðuhöldum sem vakið hafa upp spurningar um háan aldur þeirra.

Þá hefur einnig mikið verið rætt um þann fjölda sakamála sem Trump á yfir höfði sér en margir hafa áhyggjur af því að hann muni nota forsetaembættið til að gera upp persónuleg mál.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert