Sólarorka verður eini orkugjafi Vatíkansins eftir að Frans páfi fyrirskipaði framkvæmd á sólarorkuveri sem mun verða smáríkinu alfarið út um þá orku sem það þarf.
Fyrirskipunin er hluti af aðgerðum Vatíkansins í þágu loftslagsmála og birtist í opinberu bréfi páfans sem hann gaf út í dag.
„Við þurfum að taka umbreytingum í átt að sjálfbærri þróun og draga úr losun gróðurhústegunda í andrúmsloftinu og ná fram loftslagshlutleysi,“ stóð í bréfi páfans.
Ekki kom fram í bréfinu hvenær til stæði að koma virkjuninni á laggirnar, en að verið myndi duga til að mæta orkukröfum Vatíkansins.