Valdrán yfirvofandi í Bólivíu

Valdarán hersins er sagt yfirvofandi í Bólivíu.
Valdarán hersins er sagt yfirvofandi í Bólivíu. AFP

Allt bendir til þess að valdarán hersins sé yfirvofandi í Bólivíu. Hermenn eru búnir að umkringja forsetahöllina og hafa lokað af hverfi þar sem helstu stofnanir landsins eru staðsettar. Þá ruddust hermenn inn í helstu stjórnarbyggingar. 

Julia Arce, forseti Bólivíu, hvatti forsvarsmenn hersins til þess að virða lýðræðið í textasendingum á samfélagsmiðlum.

Hvatti hann einnig almenna borgara til þess að mótmæla ráðhag hersins.

„Við getum ekki látið valdaránstilraunir skaða líf Bólivíumanna einu sinni enn,“ segir Prada.

Juan Joze Zuniga, sem fer fyrir valdaránstilrauninni fyrir hönd hersins, hefur gefið það út að breytingar verði í stjórn landsins og að landsmenn megi búast við nýjum ráðherrum.

Segir hann jafnframt valdaránið til þess gert að bjóða elítu landsins birginn. „Við ætlum að endurvekja sannarlegt lýðræði,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert