Trump með forskot á Biden

Joe Biden, sitjandi forseti Bandaríkjanna, og Donald Trump, fyrrverandi forseti.
Joe Biden, sitjandi forseti Bandaríkjanna, og Donald Trump, fyrrverandi forseti. AFP

Mikið verður í húfi þegar fyrri kappræður Joe Biden og Donald Trump fara fram í nótt en Trump hefur naumt forskot í skoðanakönnunum. 

Einstakt tækifæri í kosningabaráttunni

Í ár fá frambjóðendurnir einungis tvö tækifæri til sannfæra kjósendur í kappræðum og hefur því viðburðurinn í kvöld alla burði til að skipta sköpum í kosningabaráttunni. Áætlað er að milljónir Bandaríkjamanna muni fylgjast með kappræðunum sem fara fram kl. 21.00 á staðartíma í Atlanta í Georgíu-fylki eða um klukkan 01.00 að íslenskum tíma.

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Quinnipiac-háskóla myndu 49% Bandaríkjamanna kjósa Trump og 45% kjósa Biden. Athygli vekur að hvorugur frambjóðandinn nýtur sérstakra vinsælda og enn eru margir óákveðnir.

Hæfni frambjóðendanna dregin í efa

Hægt verður að fylgjast með keppinautunum berjast um hylli Bandaríkjamanna á YouTube eða vef CNN. Fá þeir Trump og Biden 90 mínútur hvor til að sannfæra kjósendur.

Kjósendur hafa þá helst áhyggjur af andlegri skerpu Biden, sem nú er 81 árs, og þeim fjölmörgu sakamálum sem Trump á yfir höfði sér. Telja ýmsir að Trump muni nota forsetaembættið til að gera upp sín persónulegu mál.

Trump reynir að endurheimta atkvæði

Þar sem Trump og Biden hafa nú báðir setið í forsetastól er talið líklegt að þeir muni bera saman kjörtímabil sín í nótt. Þá muni frambjóðendurnir reyna að sannfæra óákveðna kjósendur sem kusu hann árið 2016 en Biden árið 2020, til að kjósa sig aftur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert