Tugum eldflauga varpað á norðurhluta Ísraels

Myndin er tekin frá norðurhluta Ísrael og sýnir reyk eftir …
Myndin er tekin frá norðurhluta Ísrael og sýnir reyk eftir sprengjuárás Ísralesmanna á suðurhluta Líbanons þann 21. júní síðastliðinn. (Jalaa MAREY / AFP) AFP

Hisbollah samtökin vörpuðu tugum eldflauga á herstöð í norðurhluta Ísraels í hefndarskyni fyrir árásir Ísraelsmanna á Líbanon. Tilkynnt var að fjórir menn hefðu fallið að því er fram kemur á vef AFP fréttaveitunnar.

Vaxandi ótti er um allsherjar stríð milli Ísraelsmanna og Hisbollah í Líbanon vegna hótana og árása sem hafa gengið á víxl.

Hisbollah, bandamenn Hamas, sögðu nýafstaðnar eldflaugaárásir vera hefndaraðgerðir vegna árása Ísraelsmanna á borgina Nabatiyeh og þorpið Sohmor, í suðurhluta Líbanon.

Franska utanríkisráðuneytið sagði í dag að stjórnvöld í París hefðu verulegar áhyggjur af átökunum og hvetja alla aðila til að halda aftur af sér.

Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, sagði í heimsókn sinni til Washington í gær að Ísraelsmenn vilji ekki heyja stríð gegn Hisbollah en þeir gætu hins vegar sent landsvæðið aftur til “steinaldar” ef diplómatísk samskipti brygðust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert