Leiðtogar aðildarlanda Evrópusambandsins hafa tilnefnt Ursulu von der Leyen, núverandi forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til að gegna embættinu annað kjörtímabil eða í fimm ár til viðbótar.
Samkomulag náðist um tilnefninguna á leiðtogafundi í Brussel en forsætisráðherra Eistlands, Kaja Kallas, var valinn utanríkisráðherra sambandsins en Antonio Costa, fyrrverandi forsætisráðherra Portúgals, var tilnefndur til að gegna embætti forseta Evrópuráðsins.
Allir þrír frambjóðendurnir eru úr miðjuflokkum, sem eru hliðhollir sambandinu þrátt fyrir að róttækir hægriflokkar, hafi sótt á í Evrópuþingskosningunum fyrr í mánuðinum.
Atkvæðagreiðsla Evrópuþingsins um tilnefningarnar fer fram í næsta mánuði.