Enn tvísýnt um þríþrautarkeppni Ólympíuleikanna

Guðlaug Edda Hannesdóttir keppir í þríþraut fyrir Íslands hönd.
Guðlaug Edda Hannesdóttir keppir í þríþraut fyrir Íslands hönd. mbl.is/Árni Sæberg

Mánuður er þar til Ólympíuleikarnir í París hefjast og áin Signa mælist enn of heilsuspillandi. 

Ráðgert er að synt verði í ánni í þríþraut­ar­keppni Ólymp­íu­leik­ana í næsta mánuði og mun Guðlaug Edda Hannesdóttir keppa í greininni fyrir Íslands hönd. 

Mælingar enn yfir efri mörkum

Síðustu mælingar sýna að magn e.coli bakteríunnar í ánni er yfir efri mörkum sem íþróttasambönd setja. Hefur staðan verið með þessu móti undanfarnar vikur og því alls óvíst hvort keppt verði í greininni.

Forsvarsmenn mótsins hafa gefið það út að þeir muni fresta þríþrautarkeppninni ef áin verður ekki nægilega hrein. Ekki verður fundinn annar vettvangur fyrir sundið. 

Mikilli rigningu er kennt um stöðuna í ánni, en þar hefur magn baktería á borð við e.coli fundist yfir mörkum og því er talið afar heilsuspillandi og ekki geðslegt að synda í ánni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert