Krefur Shein og Temu um upplýsingar

Kínversku fyrirtækin Shein og Temu þurfa að veita Evrópusambandinu ýmsar …
Kínversku fyrirtækin Shein og Temu þurfa að veita Evrópusambandinu ýmsar upplýsingar fyrir 12. júlí. Ljósmynd/Evrópusambandið/Dati Bendo

Evrópusambandið krefst þess að verslunarrisarnir Shein og Temu útskýri til hvaða aðgerða þeir ætli að grípa til að vernda neytendur, þar á meðal börn.

Krafan var lögð fram vegna laga Evrópusambandsins um rafræna þjónustu (Digital Service Act) sem kveða á um að vettvangur, líkt og kínversku fyrirtækin tvö bjóða upp á, geri meira til að takast á við sölu á ólöglegum og skaðlegum vörum.

Fyrirtækin þurfa að veita upplýsingarnar fyrir 12. júlí

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sagðist vilja vita til hvaða aðgerða verslunarrisarnir hafi nú þegar gripið til við að tryggja að notendur þeirra geti tilkynnt þeim um ólöglegar vörur.

Þá vill hún einnig vita hvernig Shein og Temu ætla að fara að reglum sem banna að neytendur séu belkktir til að gera óæskileg kaup eða velja ákveðnar stillingar án þeirra vitundar. Einnig krefst hún að fá að vita hvernig fyrirtækin eru að tryggja gagnsæi meðmælendakerfa sinna.

Bæði fyrirtækin þurfa að veita þessar upplýsingar fyrir 12. júlí.

Notendur Evrópu í milljónatali

Shein segir um 108 milljónir notendur þeirra séu virkir mánaðarlega í 27 ríkjum Evrópusambandsins.

Temu kom seinna til Evrópu en segir virka notendur þeirra vera um 75 milljónir mánaðarlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert