Öflugur jarðskjálfti reið yfir Perú

Frá Lima í Perú.
Frá Lima í Perú. AFP

Jarðskjálfti af stærðinni 7,2 reið yfir strönd Mið-Perú í nótt að sögn sögn Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna. Engin ógn stafar lengur af flóðbylgjum vegna skjálftans.

Jarðskjálftinn átti upptök sín tæpum 9 kílómetrum frá Atiquipa-hverfi. Hann fannst í Lima, höfuðborg Perú, og á stórum svæðum á suður- og miðströnd Perú.

Gustavo Adrianzen, forsætisráðherra Perú, sagði í viðtali við ríkisútvarpið í Perú að enn sem komið er hafi ekki borist neinar tilkynnar um dauðsföll af völdum jarðskjálftans en víða í Lima og í fleiri borgum urðu skemmdir á byggingum og sprungur mynduðust á vegum.

Í Perú búa 33 milljónir manna en landið liggur á víðáttumiklu svæði með mikilli skjálftavirkni sem liggur meðfram vesturströnd Ameríku.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert