Trump þykir hafa staðið sig betur en Biden

Trump og Biden mættust í nótt.
Trump og Biden mættust í nótt. AFP/Christina Monterrosa

Yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti þeirra sem horfðu á for­se­takapp­ræður Joe Bidens Banda­ríkja­for­seta og Don­alds Trumps, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seta, í nótt þótti Trump standa sig bet­ur en Biden.

Þetta kem­ur fram í könn­un sem CNN lét fram­kvæma fyr­ir sig meðal kjós­enda sem fylgd­ust með kapp­ræðunum.

Alls sögðu 67% svar­enda að Trump hafi staðið sig bet­ur á sama tíma og 33% sögðu Biden hafa staðið sig bet­ur.

Kapp­ræðurn­ar höfðu ekki mik­il áhrif

81% svar­enda sögðu að kapp­ræðurn­ar hafi ekki haft nein áhrif á val þeirra, 14% til viðbót­ar sögðu að kapp­ræðurn­ar hafi haft áhrif á þá en ekki breytt af­stöðu þeirra.

Aðeins 5% sögðu að kapp­ræðurn­ar hafi breytt af­stöðu þeirra til þess hvern þeir vildu kjósa.

Álit svar­enda á Biden minnkaði eft­ir kapp­ræðurn­ar

Spurt var sama úr­takið bæði fyr­ir og eft­ir kapp­ræðurn­ar.

Viðhorf svar­enda til Bidens versnaði lít­il­lega í kjöl­far kapp­ræðnanna. Tæp­lega 31% svar­enda eru hlynnt­ir hon­um, sam­an­borið við 37% í könn­un­inni fyr­ir kapp­ræðurn­ar. Aft­ur á móti eru 43% svar­enda hlynnt­ir Trump, en fyr­ir kapp­ræðurn­ar var sú tala í 40%.

Úrtakið er þó lítið, 565 manns, og munu fleiri kann­an­ir vafa­laust birt­ast á næstu dög­um um frammistöðu fram­bjóðend­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert