Biden virðist hvergi nærri hættur

Donald Trump og Joe Biden tókust á í sjónvarpskappræðum á …
Donald Trump og Joe Biden tókust á í sjónvarpskappræðum á CNN á fimmtudag. AFP

Joe Biden, for­seti Banda­ríkj­anna, virðist hvergi af baki dott­inn eft­ir kapp­ræður fimmtu­dags­ins ef marka má orð hans á stuðnings­manna­fundi í Norður-Karólínu á föstu­dag. 

Þar viður­kenndi hann eig­in van­kanta, sagðist vissu­lega gam­all og gengi ekki al­veg jafn vel í kapp­ræðum og að koma orðum frá sér, líkt og áður. Hann treysti sér þó til þess að gegna þessu embætti af sóma. 

BBC grein­ir frá. 

Um­talað er hversu illa Biden var tal­inn standa sig í kapp­ræðum gegn Don­ald Trump, fyrr­ver­andi for­seta Banda­ríkj­anna, á fimmtu­dag. Biden hef­ur verið sagður hik­andi og illskilj­an­leg­ur en fram­bjóðend­urn­ir tveir skipt­ust á að kalla hvorn ann­an versta for­seta sög­unn­ar. 

Svo slæm var hans frammistaða tal­in vera að því hef­ur verið velt upp hvort að þörf sé á fyr­ir demó­krata að finna nýj­an fram­bjóðanda í tæka tíð fyr­ir út­nefn­ingu flokks­ins á lands­fundi sem fer fram í ág­úst. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka