Biden virðist hvergi nærri hættur

Donald Trump og Joe Biden tókust á í sjónvarpskappræðum á …
Donald Trump og Joe Biden tókust á í sjónvarpskappræðum á CNN á fimmtudag. AFP

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, virðist hvergi af baki dottinn eftir kappræður fimmtudagsins ef marka má orð hans á stuðningsmannafundi í Norður-Karólínu á föstudag. 

Þar viðurkenndi hann eigin vankanta, sagðist vissulega gamall og gengi ekki alveg jafn vel í kappræðum og að koma orðum frá sér, líkt og áður. Hann treysti sér þó til þess að gegna þessu embætti af sóma. 

BBC greinir frá. 

Umtalað er hversu illa Biden var talinn standa sig í kappræðum gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á fimmtudag. Biden hefur verið sagður hikandi og illskiljanlegur en frambjóðendurnir tveir skiptust á að kalla hvorn annan versta forseta sögunnar. 

Svo slæm var hans frammistaða talin vera að því hefur verið velt upp hvort að þörf sé á fyrir demókrata að finna nýjan frambjóðanda í tæka tíð fyrir útnefningu flokksins á landsfundi sem fer fram í ágúst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert