Börðu tvo lögreglumenn til óbóta

Fjöldi lögreglumanna var viðstaddur fund ADF þar sem mótmæli fóru …
Fjöldi lögreglumanna var viðstaddur fund ADF þar sem mótmæli fóru fram. Tveir lögreglumenn liggja þungt haldnir eftir árás. AFP

Tveir lögreglumenn eru sagðir með mikla áverka eftir að ráðist  var á þá fyrir utan fundarstað hægri flokksins AfD í Essen í Þýskalandi.

Í tilkynningu segir að óþekktir einstaklingar hafi ráðist á tvo lögreglumenn og barið þá til óbóta. Þeir hafi sparkað í höfuð þeirra og haldið áfram að láta höggin dynja á þeim eftir að þeir  féllu til jarðar. Áverkar þeirra eru sagðir alvarlegir í tilkynningu lögreglu. 

Málflutningur AfD hefur þótt umdeildur og hafa flokksleiðtogar tekið harða afstöðu í útlendingamálum. Mótmælendur höfðu safnast saman í Essen til að mótmæla uppgangi flokksins í Þýskalandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert