Minnst 30 látið lífið í Kenía

Minnst 30 hafa látið lífið.
Minnst 30 hafa látið lífið. AFP/Luis Tato

Minnst 30 manns hafa látið lífið í Kenía í vikunni að sögn mannréttindasamtakanna Human Rights Watch.

Mótmæli hafa geisað um allt land vegna frumvarps um skattahækkanir sem samþykkt var á keníska þinginu í vikunni. Eftir mikil mótmæli ákvað William Ruto, forseti Kenía, að skrifa ekki und­ir frum­varpið.

Fjöldi fólks hefur slasast í mótmælunum.
Fjöldi fólks hefur slasast í mótmælunum. AFP/Tony Karumba

Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja í tilkynningu að öryggissveitir í Kenía hafi skotið á hóp mótmælenda á þriðjudag. Einnig hafi fólk sem var flýja vettvang verið skotið.

Samtökin segja öryggissveitir hafa brotið kenísk og alþjóðleg lög með þessum aðgerðum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert