Skaut lögreglumann í hálsinn með lásboga

Árásarmaðurinn var skotinn til bana.
Árásarmaðurinn var skotinn til bana. AFP/Oliver Bunic

Þrítugur karlmaður var skotinn til bana fyrir utan ísraelska sendiráðið í Serbíu í dag eftir að hann hafði skotið lögreglumann í hálsinn með lásboga.

Maðurinn er íslamisti að sögn lögreglu og forsætisráðherrann hefur lýst árásinni sem hryðjuverki.

Árásin átti sér stað í morgun. Árásarmaðurinn skaut lögreglumann sem var á vakt fyrir utan ísraelska sendiráðið í Belgrad, höfuðborg Serbíu. Lögreglumaðurinn náði að skjóta árásarmanninn til bana. Lögreglumaðurinn er á lífi en þungt haldinn. 

Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu.
Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu. AFP/Oliver Bunic

Nokkrir handteknir

Stjórnvöld segja að nokkrir aðrir menn, sem eru taldir tengjast árásinni, hafi verið handteknir í kjölfar árásarinnar.

Að sögn lögreglunnar var einnig verið að framkvæma húsleitir á fjölmörgum stöðum.

„Það eru nokkrir einstaklingar til viðbótar sem við erum að leita að, vissulega einn sem er í Serbíu,“ sagði Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, við blaðamenn eftir að hafa heimsótt særða lögreglumanninn.

Tengjast Wahhbi-hreyfingunni

Hann bætti því við að árásarmaðurinn og félagar hans hefðu verið undir eftirliti serbnesku lögreglunnar fyrir árásina, en sannanir hafi skort til að handtaka þá.

Bjó árásarmaðurinn meðal Bosníu-múslima í Novi Pazar í Serbíu.

Innanríkisráðherra Serbíu, Ivica Dacic, sagði við blaðamenn að fyrstu vísbendingar bendi til þess að árásamaðurinn og félagar hans tengist rót­tæk­um hópi íslamista, Wahhabi.

Wahhabi íslamistar eru til dæmis ráðandi í Sádi-Ar­ab­íu og fylgja íhalds­söm­ustu og ströngustu regl­um íslam. 

Lögreglumenn á vettvangi.
Lögreglumenn á vettvangi. AFP/Oliver Bunic
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert