Til skoðunar að skipta Biden út

Joe Biden olli mörgum vonbrigðum í kappræðum gærkvöldsins.
Joe Biden olli mörgum vonbrigðum í kappræðum gærkvöldsins. AFP

Demó­krat­ar velta því al­var­lega fyr­ir sér að skipta út for­setafram­bjóðanda flokks­ins eft­ir laka frammistöðu Joes Bidens í kapp­ræðunum sem fóru fram á fimmtu­dag.

Ljóst er að ákvörðun um að skipta út fram­bjóðanda á þessu stigi væri rót­tæk og for­dæma­laus aðgerð í sögu banda­rískra stjórn­mála. Enn eru þó fjór­ir mánuðir til kosn­inga og eiga Biden og fram­bjóðandi re­públi­kana, Don­ald Trump, eft­ir að fá form­legt umboð frá flokk­um sín­um.

Kamala Harris ekki endi­lega fyr­ir val­inu

Ef ann­ar fram­bjóðandi ætti að koma í stað Bidens þyrftu full­trú­ar Demó­krata­flokks­ins frá öll­um 50 ríkj­um Banda­ríkj­anna að kom­ast að sam­komu­lagi um þann sem yrði til­nefnd­ur. Lík­legt þykir að Kamala Harris vara­for­seti Banda­ríkj­anna yrði fyr­ir val­inu en það er þó ekki sjálfsagt.

Koma þá aðrir áber­andi demó­krat­ar til greina, meðal ann­ars Gavin New­som, Gretchen Whit­mer og Josh Shap­iro. Gegna þau öll starfi rík­is­stjóra, New­som yfir Kali­forn­íu­ríki, Whit­mer yfir Michigan­ríki og Shap­iro yfir Penn­sylvan­íu­ríki.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka