Til skoðunar að skipta Biden út

Joe Biden olli mörgum vonbrigðum í kappræðum gærkvöldsins.
Joe Biden olli mörgum vonbrigðum í kappræðum gærkvöldsins. AFP

Demókratar velta því alvarlega fyrir sér að skipta út forsetaframbjóðanda flokksins eftir laka frammistöðu Joes Bidens í kappræðunum sem fóru fram á fimmtudag.

Ljóst er að ákvörðun um að skipta út frambjóðanda á þessu stigi væri róttæk og fordæmalaus aðgerð í sögu bandarískra stjórnmála. Enn eru þó fjórir mánuðir til kosninga og eiga Biden og frambjóðandi repúblikana, Donald Trump, eftir að fá formlegt umboð frá flokkum sínum.

Kamala Harris ekki endilega fyrir valinu

Ef annar frambjóðandi ætti að koma í stað Bidens þyrftu fulltrúar Demókrataflokksins frá öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna að komast að samkomulagi um þann sem yrði tilnefndur. Líklegt þykir að Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna yrði fyrir valinu en það er þó ekki sjálfsagt.

Koma þá aðrir áberandi demókratar til greina, meðal annars Gavin Newsom, Gretchen Whitmer og Josh Shapiro. Gegna þau öll starfi ríkisstjóra, Newsom yfir Kaliforníuríki, Whitmer yfir Michiganríki og Shapiro yfir Pennsylvaníuríki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert