Mesta kjörsókn í 40 ár í Frakklandi

Kjörsókn í fyrri lotu þingkosninga í Frakklandi hefur ekki mælst …
Kjörsókn í fyrri lotu þingkosninga í Frakklandi hefur ekki mælst hærri í 40 ár. AFP

Kjörsókn í fyrstu umferð þingkosninga í Frakklandi hefur ekki verið hærri í 40 ár samkvæmt síðustu tölum. 

Klukkan 17 á staðartíma var kjörsókn yfir 59 prósent, en kjörstaðir loka klukkan 20 á staðartíma og því um klukkustund til stefnu og ljóst að hvert og eitt atkvæði gæti skipt sköpum sögulegum kosningum.

Emm­anu­el Macron, for­seti Frakk­lands, boðaði til kosn­ing­anna í skyndi eft­ir slakt gengi hjá flokk hans í kosn­ing­um til Evr­ópuþings í byrj­un júní, en róttæka hægrið bar afburða sigur í þeim kosningum. 

Auknar líkur á þremur frambjóðendum 

Eru miklar líkur taldar á að Þjóðfylkingarflokkur (f. Rassemblement National) Marine Le Pen, beri sögulegan sigur úr býtum. Með aukinni kjörsókn flækjast málin aftur á móti töluvert og auka líkurnar á að fleiri en tveir frambjóðendrur komist áfram í næstu lotu.

Hægt er að kjósa frambjóðendur í fyrstu umferð nái þeir hreinum meirihluta atkvæða í sínu kjördæmi, en það er sjaldséð. Flest kjördæmi þurfa aðra umferð þar sem allir frambjóðendur sem fengu yfir 12,5% atkvæða kjörgengra einstaklinga í fyrstu umferð taka þátt. 

Það getur reynst flokki Le Pen í hag ef frambjóðendurnir verða fleiri en tveir þar sem andstæðingar flokks hennar munu dreifast á sitthvorn frambjóðendann. Er þó við því að búast, í sumum kjördæmum, að annar tveggja andstæðinga Þjóðfylkingarflokksins muni stíga frá til að sameina atkvæðin gegn flokknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert