Minnst sjö látnir í stormviðri í Evrópu

Minnst sjö eru látnir í stormi og flóðum í Frakklandi …
Minnst sjö eru látnir í stormi og flóðum í Frakklandi og Sviss. AFP/Boris Herger

Minnst sjö eru látnir í stormi og flóðum í Frakklandi og Sviss en mikið úrhelli og hvassviðri hefur herjað á löndin tvö sem og Ítalíu yfir helgina. 

Þrír einstaklingar á áttræðis- og níræðisaldri fórust í Aube-héraði í norðausturhluta Frakklands er tré féll á bifreið í hvassviðrinu. Fjórði farþegin var fluttur á sjúkrahús í alvarlegu ástandi að sögn yfirvalda. 

Björgunarskilyrði eru erfið þar sem erfitt er að nálgast suma …
Björgunarskilyrði eru erfið þar sem erfitt er að nálgast suma dalina. AFP/Boris Herger

Rafmagnslaust og skortur á drykkjarvatni

Fjórir eru látnir vegna veðursins í Sviss. Þrír fórust eftir að úrhellisrigning olli aurskriðu í kantónunni Ticino í svissnesku ölpunum. Einn fannst látinn á hótelherbergi sínu í kantónunni Valais eftir að flæddi inn á herbergið.

Annars manns er saknað í Valais. Björgunaraðilar vinna að rýmingu á svæðinu en segja björgunarskilyrði erfið þar sem erfitt sé að nálgast suma dalina og víða sé rafmagnslaust. Þá sé hluti svæðisins einnig án drykkjarvatns. 

Mikil úrkoma gekk einnig yfir suðausturhluta Sviss um síðustu helgi og olli miklu tjóni og einu dauðsfalli.

Ekki hafa borist fregnir af dauðsföllum á Ítalíu vegna veðursins en flóð og vatnshækkanir hafa látið á sér bera í norðurhluta landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka