Tveir látnir eftir aurskriðu í Sviss

Tjónið í Sviss er mikið eftir úrhell­is­rign­ing­ar og þrumu­veður und­an­farna …
Tjónið í Sviss er mikið eftir úrhell­is­rign­ing­ar og þrumu­veður und­an­farna viku. AFP/Piero Cruciatti

Tveir eru látnir og eins er saknað eftir að úrhellisrigning olli aurskriðu í suðausturhluta Sviss.

Undanfarna viku hafa úrhell­is­rign­ing­ar og þrumu­veður valdið usla í Sviss og Norður-Ítal­íu.

Björgunarmenn fundu líkin tvö í Fontana-héraði.

„Björgunarmenn fundu tvö lík í tengslum við aurskriðuna í Fontana-héraði,“ segir í yfirlýsingu frá lögreglunni.

Samkvæmt fréttamiðlinum La Regione voru það tvær konur sem létust í aurskiðunni. Fram kemur að þær hafi verið í fríi í Sviss.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert