Biden hvergi banginn

Jill Biden stendur þétt við bakið á eiginmanni sínum.
Jill Biden stendur þétt við bakið á eiginmanni sínum. AFP/Mandel Ngan

Joe Biden, for­seti Banda­ríkj­anna, tók þátt í þrem­ur fund­um á laug­ar­dag­inn þar sem hann freistaði þess að sann­færa fjár­festa um að hann gæti enn unnið end­ur­kjör í for­seta­kosn­ing­un­um í nóv­em­ber, þrátt fyr­ir frammistöðu sína í kapp­ræðum á fimmtu­dag sem olli skelf­ingu meðal margra demó­krata. 

Með Biden í för var for­setafrú­in Jill Biden sem hef­ur staðið þétt við bakið á eig­in­manni sín­um á sama tíma og kallað er eft­ir því að Biden stígi til hliðar sem fram­bjóðandi demó­krata.

„Joe er ekki bara rétti maður­inn í starfið - hann er eina mann­eskj­an í starfið,“ sagði hún til að mynda á ein­um fundi um helg­ina. 

Eng­inn hátt­sett­ur stutt við ákallið 

Marg­ir hafa lýst efa­semd­um sín­um um hæfi for­set­ans í kjöl­far kapp­ræðna sem fóru fram á fimmtu­dags­kvöldið gegn Don­ald Trump, for­setafram­bjóðenda re­públi­kana, þar sem Biden fann ekki orðin sín og gleymdi hvað hann ætlaði að segja.

Vegna þessa hvöttu marg­ir Biden til að segja af sér, þar á meðal rit­stjórn The New York Times. Á sama tíma hvatti rit­stjórn Washingt­on Post hann til að fara í sál­ar­leit um helg­ina eft­ir að „hörmu­leg“ frammistaða hans vakti rétt­mæt­ar spurn­ing­ar um getu hans til að gegna erfiðasta starfi í heimi í fjög­ur ár í viðbót. 

Þrátt fyr­ir að demó­krat­ar hafi velt því al­var­lega fyr­ir sér að skipta Biden út þá hef­ur eng­inn hátt­sett­ur demó­krati stutt við ákallið. Barack Obama og Bill Cl­int­on, fyrr­ver­andi for­set­ar Banda­ríkj­anna, ít­rekuðu til að mynda báðir stuðning sinn við Biden á föstu­dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka