Byssur Napóleons boðnar upp

Önnur af byssunum sem verða boðnar upp.
Önnur af byssunum sem verða boðnar upp. AFP/Geoffroy van der Hasselt

Tvær skammbyssur sem Napóleon Bonaparte ætlaði eitt sinn að nota til að stytta sér aldur verða boðnar upp um næstu helgi. Búist er við því að 1,5 milljónir evra fáist fyrir þær, eða rúmar 230 miljónir króna, að sögn uppboðshaldara.

Á byssunum, sem eru mikið skreyttar, er mynd af Napóelon í fullum herklæðum. Byssurnar eru sagðar næstum hafa verið notaðar af franska leiðtoganum árið 1814 þegar hann varð að gefa frá sér völd eftir að erlendir herir sigruðu her hans og hertóku París, höfuðborg Frakklands.

AFP/Geoffroy van der Hasselt

„Eftir ósigur Frakka varð hann mjög þunglyndur og ætlaði að fremja sjálfsvíg með þessum vopnum en aðstoðarmaður hans fjarlægði púðrið," sagði uppboðshaldarinn Jean-Pierre Osenat.

Þess í stað innbyrti Napóleon eitur en kastaði upp og lifði af. Síðar gaf hann aðstoðarmanni sínum byssurnar og þakkaði honum fyrir hollustuna í sinn garð, bætti Osenat við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert