Bandaríkin greiða Moderna til að þróa bóluefni

Bandarísk stjórnvöld greiða Moderna 176 milljónir dala til að þróa …
Bandarísk stjórnvöld greiða Moderna 176 milljónir dala til að þróa bóluefni til að meðhöndla fuglaflensu. AFP

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í dag að þau muni greiða lyfjafyrirtækinu Moderna 176 milljónir dala til að flýta fyrir þróun bóluefnis gegn heimsfaraldri inflúensu sem hægt verði að nota til að meðhöndla fuglaflensu í fólki. Áhyggjur hafa undanfarið aukist vegna fjölgunar tilfella í mjólkurkúm þar í landi.

Moderna er nú þegar með bóluefni gegn fuglaflensu á frumstigi prófunar. Er notast við sömu mRNA tækni sem leyfði hraða þróun og útsetningu bóluefna til að vernda gegn Covid-19. Nýta á fjármunina frá bandaríska heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu til áframhaldandi þróunar bóluefnisins, þar á meðal tilraunar á lokastigi á næsta ári ef þessar fyrstu rannsóknarniðurstöður eru jákvæðar.

Embættismenn ráðuneytisins lögðu áherslu á að hægt yrði að beina verkefninu fljótt í baráttu við aðra tegund inflúensu, ef önnur ógn en H5N1 tegund fuglaflensu kemur fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka