Fannst látin eftir að hafa verið týnd í tólf ár

Lögreglan hefur leitað konunnar í mörg ár.
Lögreglan hefur leitað konunnar í mörg ár. mbl.is/Gunnlaugur

Líkamsleifar konu sem hafði verið týnd í tólf ár fundust í byrjun maí í sveitarfélaginu Katrineholm í Svíþjóð. 

Það voru menn á gangi um skóg rétt hjá bænum sem fundu líkamsleifarnar.

Sænski fréttamiðillinn Katrineholms-Kuriren greinir frá.

Var 65 ára þegar hún hvarf

Konan hvarf af heimili sínu árið 2012. Hún var þá 65 ára gömul. Í gegnum árin hafa bæði lögregla og sjálfboðaliðar leitað að konunni.

Lögreglan í Katrineholm segir í samtali við Katrineholms-Kuriren erfitt að segja til um hvers vegna hún hafi ekki fundist fyrr. Þá sé gott fyrir fjölskyldu hennar að vita loksins um örlög hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert