Skoða að fresta dómi Donalds Trumps

Donald Trump á fjögur sakamál yfir höfði sér.
Donald Trump á fjögur sakamál yfir höfði sér. AFP/Sarah Yenesel

Saksóknarar í New York-ríki skoða að fresta dómsuppkvaðningu í máli Donalds Trumps er varðar óheiðarlega háttsemi í kringum kosningar til forseta Bandaríkjanna árið 2020.

Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í gær að Trump ætti rétt á friðhelgi gagnvart því sem hann gerði í embætti sínu sem forseti en ekki sem almennur borgari.

Þessi niðurstaða varð til þess að réttarhöldum yfir Trump vegna samsæris í kringum forsetakosningar árið 2020 var frestað.

Ætti ekki að vera dæmdur fyrir „opinberar athafnir“

Lögmaður Trump, Todd Blance, var fljótur að senda bréf til dómstólsins í New York-ríki þar sem hann kallaði eftir að sakfelling Trump yrði felld úr gildi.

Notaði hann úrskurð hæstaréttar máli sínu til stuðnings og sagði niðurstöður dómsins staðfesta að Trump ætti ekki að vera dæmdur fyrir „opinberar athafnir“ sínar í starfi.

Dómari metur hvort eigi að fresta

Fram kemur í umfjöllun AFP-fréttastofunnar að ákvörðun dómara í málinu muni ráða úrslitum um hvort fresta eigi dómsuppkvaðningu, sem er nú áætluð 11. júlí.

Trump hefur að undanförnu lagt allt kapp á að fresta réttarhöldum fyrir dómi þangað til eftir kosningarnar í haust, en hann á fjögur sakamál yfir höfði sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert