Þingmaður Demókrata biður Biden um að hætta

Í kappræðunum var forsetinn hás, átti á köflum erfitt með …
Í kappræðunum var forsetinn hás, átti á köflum erfitt með að gera sig skiljanlegan og gleymdi því hvað hann ætlaði að segja á einum tímapunkti. AFP/Andrew Harnik

Lloyd Dog­gett, þingmaður Demó­krata í full­trúa­deild­inni, er núna fyrsti þingmaður flokks­ins til þess að kalla eft­ir því op­in­ber­lega að Joe Biden Banda­ríkja­for­seti dragi fram­boð sitt til for­seta til baka. 

Kem­ur þetta ákall í kjöl­far lé­legr­ar frammistöðu Joe Bidens í kapp­ræðum á móti Don­ald Trump, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seta, í síðustu viku. 

„Ég viður­kenni að ólíkt Trump þá hef­ur fyrsta skuld­bind­ing Bidens for­seta alltaf verið gagn­vart land­inu okk­ar, ekki hon­um sjálf­um, og ég er vongóður um að hann taki þá erfiðu og sárs­auka­fullu ákvörðun að draga sig í hlé. Ég bið hann af virðingu að gera það,“ sagði þingmaður­inn frá Texas í yf­ir­lýs­ingu.

Lloyd Doggett, þingmaður Demókrata í fulltrúadeildinni.
Lloyd Dog­gett, þingmaður Demó­krata í full­trúa­deild­inni. AFP/​Getty Ima­ges/​Win McNa­mee

Mik­ill kurr í flokkn­um

Mik­ill kurr hef­ur verið meðal Demó­krata í kjöl­far kapp­ræðnanna en þó hef­ur eng­inn þingmaður þorað að stíga fram op­in­ber­lega og biðja for­set­ann um að draga fram­boð sitt til baka, þar til í dag. 

Demó­krat­ar hafa nú áhyggj­ur af því flokk­ur­inn muni ekki aðeins tapa for­seta­kosn­ing­un­um, held­ur líka öld­unga­deild­inni og full­trúa­deild­inni á Banda­ríkjaþingi. 

Biden þótti standa sig afar illa.
Biden þótti standa sig afar illa. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert