Þingmaður Demókrata biður Biden um að hætta

Í kappræðunum var forsetinn hás, átti á köflum erfitt með …
Í kappræðunum var forsetinn hás, átti á köflum erfitt með að gera sig skiljanlegan og gleymdi því hvað hann ætlaði að segja á einum tímapunkti. AFP/Andrew Harnik

Lloyd Doggett, þingmaður Demókrata í fulltrúadeildinni, er núna fyrsti þingmaður flokksins til þess að kalla eftir því opinberlega að Joe Biden Bandaríkjaforseti dragi framboð sitt til forseta til baka. 

Kemur þetta ákall í kjölfar lélegrar frammistöðu Joe Bidens í kappræðum á móti Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í síðustu viku. 

„Ég viðurkenni að ólíkt Trump þá hefur fyrsta skuldbinding Bidens forseta alltaf verið gagnvart landinu okkar, ekki honum sjálfum, og ég er vongóður um að hann taki þá erfiðu og sársaukafullu ákvörðun að draga sig í hlé. Ég bið hann af virðingu að gera það,“ sagði þingmaðurinn frá Texas í yfirlýsingu.

Lloyd Doggett, þingmaður Demókrata í fulltrúadeildinni.
Lloyd Doggett, þingmaður Demókrata í fulltrúadeildinni. AFP/Getty Images/Win McNamee

Mikill kurr í flokknum

Mikill kurr hefur verið meðal Demókrata í kjölfar kappræðnanna en þó hefur enginn þingmaður þorað að stíga fram opinberlega og biðja forsetann um að draga framboð sitt til baka, þar til í dag. 

Demókratar hafa nú áhyggjur af því flokkurinn muni ekki aðeins tapa forsetakosningunum, heldur líka öldungadeildinni og fulltrúadeildinni á Bandaríkjaþingi. 

Biden þótti standa sig afar illa.
Biden þótti standa sig afar illa. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka