Tveir létust í stormi í Svartfjallalandi

Maður og barn hans í 42 stiga hita í Svartfjallalandi …
Maður og barn hans í 42 stiga hita í Svartfjallalandi 21. júní. AFP/Savo Prelevic

Tveir létust í miklum stormi í Svartfjallalandi í dag. AFP-fréttastofan greinir frá.

„Verkamaður í strandbænum Canj lést þegar byggingarkrani hrundi í storminum,“ segir lögreglan í Svartfjallalandi. Starfsmaðurinn mun hafa verið í krananum þegar hann hrundi.

Einn til viðbótar lést þegar eldingu laust niður í golfvöll, en dánarorsök hefur enn ekki verið staðfest með krufningu, að sögn lögreglu.

Áður en stormurinn náði til Svartfjallalands hafði hann komið við í Slóveníu, Króatíu og Serbíu, og valdið þar einhverjum skaða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert