Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hvatti í morgun úkraínsk stjórnvöld til að stefna í átt að „skjótu vopnahléi" í Úkraínu sem myndi leggja grunninn að samningaviðræðum við Rússa um að binda enda á rúmlega tveggja ára styrjöld í landinu.
Orban greindi frá þessu er hann stóð við hliðina á Volodimír Selenskí Úkraínuforseta en ungverski forsetinn fór í óvænta heimsókn til Úkraínu í morgun.
Orban hefur gagnrýnt harðlega stuðning Vesturlanda við úkraínsk stjórnvöld í stríðinu gegn Rússum.
„Ég bað forsetann um að íhuga hvort...skjótt vopnahlé gæti flýtt fyrir friðarviðræðum," sagði Urban á blaðamannafundi og bætti við að vopnahléið sem hann sæi fyrir sér yrði „háð tímamörkum".
Ólíkt mörgum öðrum evrópskum leiðtogum hafði Orban ekki heimsótt Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, síðan Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022.
Selesnkí sagði tímasetningu heimsóknarinnar, eftir að Ungverjar tóku við formennsku í ESB, vera táknræna.
„Þetta er skýr vísbending um sameiginlegt forgangsmál okkar Evrópubúa, hversu mikilvægt er að friður komist á í Úkraínu," sagði hann og hvatti Evrópuþjóðir til að halda áfram hernaðarstuðningi sínum til Úkraínu.