116 manns létust vegna troðnings á trúarlegri samkomu

Syrgjendur safnast saman þar sem hin látnu eru flutt á …
Syrgjendur safnast saman þar sem hin látnu eru flutt á sjúkrahús í Hathras í Uttar Pradesh-héraði á Indlandi 2. júlí 2024. A.m.k. 116 manns krömdust til bana og margir særðust. AFP

Að minnsta kosti 116 manns krömdust til bana á yfirfullri trúarsamkomu hindúa í norðurhluta Indlands í gær. 

Mikill mannfjöldi hafði safnast saman fyrir prédikun vinsæls prédikara nálægt borginni Hathras í norðurhluta Indlands, en þegar mannfjöldinn var á förum olli mikill rykstormur skelfingu.

Margir krömdust eða voru troðnir niður, féllu hver ofan á annan og sumir hrundu í niðurfall í vegkanti í ringulreiðinni. Flestir hinna látnu voru konur.

Banvæn atvik eru algeng á helstu trúarhátíðum á Indlandi, en þær stærstu fá milljónir trúaðra til að fara í pílagrímsferðir til helgra staða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert