Joe Biden „alls ekki“ á förum

Karine Jean-Pierre þvertók fyrir fregnir um annað.
Karine Jean-Pierre þvertók fyrir fregnir um annað. AFP/Jim Watson

Joe Biden Bandaríkjaforseti er „alls ekki“ að fara að draga framboð sitt til baka, sagði Karine Jean-Pierre, blaðamannafulltrúi Hvíta hússins, á blaðamannafundi í dag.

Biden er sagður hafa tekið í sama streng á símafundi í dag. 

New York Times og CNN greindu frá því fyrr í dag að Biden hefði viðurkennt fyrir einum af sínum helsta bandamanni að framboðið sjálft væri að veði, gæti hann ekki sannfært almenning um að hann gæti enn sinnt starfinu.

„Enginn er að ýta mér út,“ er haft eftir Biden

Karine Jean-Pierre hafnaði þessum fregnum alfarið og sagði að Biden hefði ekki í fyrirhyggju að draga framboð sitt til baka.

Biden átti símafund með kosningateymi sínu í dag og samkvæmt heimildarmönnum Politico þá sagðist Biden hafa tjáð fólkinu að hann væri hvergi á förum.

„Ég skal segja þetta eins skýrt og ég get – á eins einfaldan og beinskeyttan hátt og ég get - ég er í framboði. Enginn er að ýta mér út. Ég er ekki að fara. Ég er í þessari kosningabaráttu til enda og við ætlum að vinna,“ er haft eftir Biden úr símtalinu, samkvæmt heimildarmönnum Politico.

Kappræðurnar geta orðið mjög afdrifaríkar.
Kappræðurnar geta orðið mjög afdrifaríkar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert