Biden viðurkennir að hafa klúðrað kappræðunum

Joe Biden forseti Bandaríkjanna viðurkennir klúður en er ekki á …
Joe Biden forseti Bandaríkjanna viðurkennir klúður en er ekki á því að gefast upp. AFP

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur viðurkennt að hann hafi klúðrað sínum málum  í kappræðunum gegn Donald Trump í síðustu viku, en hefur heitið því að berjast áfram í kosningabaráttunni og reynt að fullvissa helstu bandamenn.

BBC greinir frá.

„Ég klúðraði, ég gerði mistök (e. I screwed up, I made a mistake),“ sagði forsetinn um frammistöðu sína í kappræðunum, í viðtali á útvarpsstöð í Wisconsin.

Hann hvatti kjósendur til að dæma frekar tíma sinn í Hvíta húsinu.

90 mínútur á sviði

„Þetta eru 90 mínútur á sviði. Sjáið hvað ég hef gert á þremur og hálfu ári,“ sagði forsetinn.

„Ég er tilnefndur af Demókrataflokknum. Það er enginn að ýta mér út. Ég er ekki að fara,“ sagði hann í símtali við flokksmenn sína, að sögn heimildarmanns BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka