Hver er Keir Starmer?

Allt stefnir í að Starmer taki við sem forsætisráðherra á …
Allt stefnir í að Starmer taki við sem forsætisráðherra á næstu dögum. AFP/Paul Ellis

Allt virðist benda til þess að Keir Star­mer, leiðtogi Verka­manna­flokks­ins, verði næsti for­sæt­is­ráðherra Bret­lands. Útgöngu­spá seg­ir að stór­sig­ur sé í vænd­um, en hver er Star­mer?

Star­mer hef­ur verið á þingi í níu ár en starfaði þar á und­an sem mann­rétt­inda­lögmaður og sak­sókn­ari.

Star­mer er 61 árs gam­all og verður elsti maður­inn til þess að taka við embætti for­sæt­is­ráðherra í Bretlandi í hálfa öld.

Hann er ekki sagður vera með mikla per­sónutöfra en marg­ir álits­gjaf­ar segja það mögu­lega vera einn af hans helstu styrk­leik­um í kjöl­far stjórn­artíðar fólks eins og Bor­is John­sons, Liz Truss og Ris­hi Sunaks.

Keir Starmer hefur verið á þingi í níu ár.
Keir Star­mer hef­ur verið á þingi í níu ár. AFP

Hef­ur breytt Verka­mann­flokkn­um

Hann stát­ar sig af því að hafa breytt Verka­manna­flokkn­um og eiga skoðanir hans ræt­ur í raun­sæi frem­ur en hug­mynda­fræði.

Hann hef­ur fært flokk­inn meira í átt að miðjunni, vísaði Jeremy Cor­byn, fyrr­ver­andi for­manni flokks­ins, úr flokkn­um og fór í vinnu við að upp­ræta gyðinga­hat­ur í flokkn­um. 

Vinstri­menn saka hann þó um svik fyr­ir að hafa fallið frá ýms­um lof­orðum sem hann gaf í far­sælli leiðtoga­bar­áttu sinni, þar á meðal að af­nema skóla­gjöld í há­skól­um.

Vill höfða til verka­lýðsins

Star­mer er tveggja barna faðir og er harður stuðnings­maður knatt­spyrnuliðsins Arsenal. Í kosn­inga­bar­átt­unni þurfti hann að sýna þessa per­sónu­legu hlið þar sem fólk tengdi ekki mjög við hann.

Hann hef­ur lagt mikla áherslu á það að flokk­ur­inn höfði til verka­lýðsins í land­inu.

„Pabbi minn var verk­færa­smiður, mamma mín hjúkr­un­ar­fræðing­ur,“ seg­ir hann oft við kjós­end­ur.

Póli­tísk­ir and­stæðing­ar segja hann þó óheflaðan tæki­færissinna sem skipti reglu­lega um af­stöðu til mál­efna og hafi ekki sett fram skýra og af­drátt­ar­lausa framtíðar­sýn fyr­ir landið.

Samkvæmt útgönguspá þá er Verkamannaflokkurinn að vinna stórsigur.
Sam­kvæmt út­göngu­spá þá er Verka­manna­flokk­ur­inn að vinna stór­sig­ur. AFP/​Andy Buchan­an

Póli­tískt mis­kunn­ar­leysi

Hreins­un Star­mers á hörðum vinstri­mönn­um úr flokkn­um varp­ar ljósi á póli­tískt mis­kunn­ar­leysi hans, en hann er sagður fynd­inn í ein­rúmi og hliðholl­ur vin­um sín­um.

Hann sagði í kosn­inga­bar­átt­unni að hann myndi ekki vinna eft­ir klukk­an 18 á föstu­dög­um til að geta verið með eig­in­konu sinni Victoriu og tveim­ur ung­ling­um þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert