Loka fyrir símkort þeirra sem greiddu ekki skatta

Einungis 5,2 milljónir íbúa landsins skiluðu inn skattframtali árið 2022, …
Einungis 5,2 milljónir íbúa landsins skiluðu inn skattframtali árið 2022, en í landinu búa 240 milljónir. AFP

Skattayfirvöld í Pakistan hafa lokað fyrir 210 þúsund símkort hjá notendum sem hafa ekki skilað inn skattframtali, í viðleitni til að auka tekjur ríkisins. Einungis 5,2 milljónir íbúa landsins skiluðu inn skattframtali árið 2022, en í landinu búa 240 milljónir.

Alríkisskattstjórnin (FBR) gaf út fyrirmæli í apríl og hefur síðan þá sent skipanir til fjarskiptayfirvalda um að loka 210 þúsund símkortum, en 62 þúsund þeirra hafa verið enduropnuð samkvæmt gögnum stjórnarinnar.

„Við höfum opnað símkort þeirra sem hafa greitt skatta sína,“ sagði Bakhtiar Muhammad, upplýsingafulltrúi FBR. „Enginn greiðir skatta af sjálfsdáðum. Við verðum að finna leiðir til að hvetja fólk til að greiða skatta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert