Segir Biden vera gamla niðurbrotna skítahrúgu

Donald Trump sparaði ekki stóru orðin á golfvellinum.
Donald Trump sparaði ekki stóru orðin á golfvellinum. AFP/Getty Images/David Dee Delgado

Myndbandi var í gærkvöldi lekið þar sem sjá má Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, tala niður Joe Biden Bandaríkjaforseta og Kamala Harris varaforseta. Enn fremur heldur hann því fram að Biden muni draga framboð sitt til baka.

„Ég sparkaði niður þessa gömlu niðurbrotnu skítahrúgu. Þetta er slæmur gæi,“ sagði Trump um Biden við óþekktan mann.

„Hann er bara hættur, þú veist - hann er að hætta í baráttunni. Ég náði honum út og það þýðir að við erum með Kamala [Harris],“ sagði Trump.

Trump og Biden mættust í kappræðum fyrir viku síðan og í kjölfar hafa umræður skapast um það hvort að Biden ætti að draga sig í hlé.

„Hún er bara svo helvíti slæm“

Þá hefur Kamala Harris oft verið nefnd sem mögulegur arftaki Bidens, skyldi hann draga framboð sitt til baka.

„Ég held að hún verði betri,“ grínast Trump en bætir svo við: „Hún er svo slæm, hún er svo aumkunarverð. Hún er bara svo helvíti slæm.”

Hann færði umræðuna svo aftur að Biden.

„Geturðu ímyndað þér þennan gæja [Biden] að eiga við Pútín [Rússlandsforseta], forseta Kína - sem er grimmur, hann er grimmur maður, mikið hörkutól,” sagði hann og bætti við:

„Þeir eru nýbúnir að tilkynna að hann sé líklega hættur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert