Þingkosningar hafnar í Bretlandi

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, er spáð miklum ósigri en Keir …
Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, er spáð miklum ósigri en Keir Starmer, leiðtoga Verkamannaflokksins, er spáð sögulegum sigri. AFP/Molly Darlington og Andy Buchanan

Þingkosningar í Bretlandi hófust í morgun og verða kjörstaðir opnir til kl. 22 í kvöld að staðartíma. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, ákvað óvænt í vor að flýta kosningunum um sex mánuði.

Verkamannaflokkurinn er talinn sigurstranglegur og líklegur til að binda enda á 14 ára stjórn Íhaldsflokksins, sem myndi færa 61 árs gamla formanninn Keir Starmer inn í Downingstræti sem leiðtoga stærsta flokksins á þinginu.

Íhaldsflokkinum spáð miklum ósigri 

Þetta eru fyrstu þingkosningarnar í Bretlandi síðan Boris Johnson vann afgerandi sigur fyrir Íhaldsflokkinn árið 2019. 

Verkamannaflokkinum er spáð sigri með sögulegum yfirburðum en flokkurinn hefur ekki borið sigur úr býtum þingkosninga frá árinu 2005.

Fjölmargar kannanir voru birtar í gær og er Verkamannaflokkinum spáð sínum stærsta sigri til þessa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka