Birgja sig upp fyrir mannskæðan fellibyl

Gervihnattarmynd sýnir fellibylinn sem stefnir nú að ströndum Mexíkó.
Gervihnattarmynd sýnir fellibylinn sem stefnir nú að ströndum Mexíkó. AFP/Joese Romero/NOAA/RAMMB

Fellibylurinn Beryl hefur skilið eftir sig ótrúlegt tjón um eyjar á Karabíska hafinu og við strendur Venesúela. Sjö eru taldir látnir og stefnir Beryl nú að Yucatan-skaga í Mexíko, en dregið hefur úr kraftinum.

Vindhviður ná allt að 48 metrum á sekúndu og er búist við að Beryl nái að skaganum í Mexíkó í nótt. Þar á undan hafði fellibylurinn verið í Jamaíku og Cayman-eyjum og Venesúela, þar sem sjö létust.

Skólastarf hefur verið lagt niður í borginni Kankún og í Túlum þar sem búist er við að fellibylurinn komi að landi og búið er að setja upp neyðarskýli.

Herinn sendur til aðstoðar

Í Kankún hefur fólk verið að birgja sig upp fyrir næstu daga með matvælum og öðrum nauðsynjum. Um 100 flugferðum til og frá landinu hefur verið aflýst á Kankún flugvelli.

Mexíkóski herinn hefur sent um 8.000 hermenn til Túlum og tilkynnt að hann hafi matarbirgðir og 34.000 lítra af vatni til að dreifa til íbúanna.

Eins og fyrr segir þá reið fellibylurinn yfir Jamaíku en þar yrðu 400.000 manns án rafmagns.

Hermenn koma fólki til hjálpar í Túlum í Mexíkó.
Hermenn koma fólki til hjálpar í Túlum í Mexíkó. AFP/Elizabeth Ruiz
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert