Fyrsta viðtalið eftir kappræður: „Ég var örmagna“

Viðtalið birtist eftir miðnætti að íslenskum tíma.
Viðtalið birtist eftir miðnætti að íslenskum tíma. AFP/Getty Images

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti kveðst hafa verið ör­magna í kapp­ræðunum á móti Don­ald Trump, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seti, í síðustu viku.

Þetta kem­ur fram í mynd­skeiði sem ABC hef­ur birt úr viðtali sem tekið var við Biden fyrr í dag en verður birt í heild sinni seinna í kvöld. Er þetta fyrsta sjón­varpaða viðtal hans frá kapp­ræðunum.

Biden sagði frammistöðu sína slæma. „Ekk­ert bend­ir til al­var­legs ástands,“ sagði Biden þá um heilsu sína.

„Ég var ör­magna. Ég hlustaði ekki á inn­sæið mitt hvað varðar und­ir­bún­ing og átti slæmt kvöld.“

ABC grein­ir frá. 

„Mér leið hræðilega“

Joe biden hef­ur af­sakað frammistöðu sína með því að benda á að 12 dög­um fyr­ir kapp­ræðurn­ar hafi hann ferðast með flug­vél og að hann hafi verið með kvef. Hann var svo í for­seta­bú­staðnum Camp Dav­id í viku fyr­ir kapp­ræðurn­ar.

„Af hverju var þetta ekki næg­ur hvíld­ar­tími, næg­ur tími til að jafna þig?“ spurði spyr­ill­inn Geor­ge Stephanopou­los.

„Af því að ég var veik­ur. Mér leið hræðilega,“ sagði Biden.

„Lækn­ir­inn er með mér. Ég spurði hvort þeir gerðu COVID-próf af því að þeir voru að reyna að finna út hvað var að. Þeir gerðu próf til að sjá hvort ég væri með ein­hverja sýk­ingu, þú veist, vírus. Ég var það ekki. Ég var bara með rosa­lega slæmt kvef,” svaraði Biden.

Svarði óskýr í máli 

Biden sagðist ekki hafa horft á kapp­ræðurn­ar í kjöl­farið. Stephanopou­los spurði svo Biden hvort að hann hafi áttað sig á því hversu illa hon­um var að ganga á meðan kapp­ræðunum stóð.

„Já, sko. Hvernig ég und­ir­bjó mig, það er eng­um að kenna, mér að kenna. Það er eng­um öðrum að kenna en mér. Ég, ég und­ir­bjó mig eins og ég gerði vana­lega, að sitja og koma til baka með er­lend­um leiðtog­um eða þjóðarör­ygg­is­ráðinu til að fá ná­kvæm­ar upp­lýs­ing­ar. Og ég áttaði mig á því, að hluta til í gegn­um [kapp­ræðurn­ar], þú veist, allt.

Mér er sagt að New York Times hafði mig niður tíu stig­um fyr­ir kapp­ræðurn­ar, níu núna, eða hvern and­skot­ann það nú er. Staðreynd­in er sú, ég skoðaði það, að hann laug líka 28 sinn­um. Ég gat ekki - ég meina - hvernig kapp­ræðurn­ar fóru fram, ekki. Mér að kenna, eng­um öðrum að kenna, eng­um öðrum að kenna,“ sagði Biden óskýr í máli.

„Ég átti bara slæmt kvöld“

Þá minnt­ist hann á frammistöðu Trumps og þær lyg­ar sem hann lét falla í kapp­ræðunum.

„En það virt­ist vera að þú ætt­ir í erfiðleik­um frá fyrstu spurn­ing­unni, jafn­vel áður en hann talaði?“ spurði Stephanopou­los.

Þá svaraði Biden: „Jæja, ég átti bara slæmt kvöld.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert