Fyrsta viðtalið eftir kappræður: „Ég var örmagna“

Viðtalið birtist eftir miðnætti að íslenskum tíma.
Viðtalið birtist eftir miðnætti að íslenskum tíma. AFP/Getty Images

Joe Biden Bandaríkjaforseti kveðst hafa verið örmagna í kappræðunum á móti Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, í síðustu viku.

Þetta kemur fram í myndskeiði sem ABC hefur birt úr viðtali sem tekið var við Biden fyrr í dag en verður birt í heild sinni seinna í kvöld. Er þetta fyrsta sjónvarpaða viðtal hans frá kappræðunum.

Biden sagði frammistöðu sína slæma. „Ekkert bendir til alvarlegs ástands,“ sagði Biden þá um heilsu sína.

„Ég var örmagna. Ég hlustaði ekki á innsæið mitt hvað varðar undirbúning og átti slæmt kvöld.“

ABC greinir frá. 

„Mér leið hræðilega“

Joe biden hefur afsakað frammistöðu sína með því að benda á að 12 dögum fyrir kappræðurnar hafi hann ferðast með flugvél og að hann hafi verið með kvef. Hann var svo í forsetabústaðnum Camp David í viku fyrir kappræðurnar.

„Af hverju var þetta ekki nægur hvíldartími, nægur tími til að jafna þig?“ spurði spyrillinn George Stephanopoulos.

„Af því að ég var veikur. Mér leið hræðilega,“ sagði Biden.

„Læknirinn er með mér. Ég spurði hvort þeir gerðu COVID-próf af því að þeir voru að reyna að finna út hvað var að. Þeir gerðu próf til að sjá hvort ég væri með einhverja sýkingu, þú veist, vírus. Ég var það ekki. Ég var bara með rosalega slæmt kvef,” svaraði Biden.

Svarði óskýr í máli 

Biden sagðist ekki hafa horft á kappræðurnar í kjölfarið. Stephanopoulos spurði svo Biden hvort að hann hafi áttað sig á því hversu illa honum var að ganga á meðan kappræðunum stóð.

„Já, sko. Hvernig ég undirbjó mig, það er engum að kenna, mér að kenna. Það er engum öðrum að kenna en mér. Ég, ég undirbjó mig eins og ég gerði vanalega, að sitja og koma til baka með erlendum leiðtogum eða þjóðaröryggisráðinu til að fá nákvæmar upplýsingar. Og ég áttaði mig á því, að hluta til í gegnum [kappræðurnar], þú veist, allt.

Mér er sagt að New York Times hafði mig niður tíu stigum fyrir kappræðurnar, níu núna, eða hvern andskotann það nú er. Staðreyndin er sú, ég skoðaði það, að hann laug líka 28 sinnum. Ég gat ekki - ég meina - hvernig kappræðurnar fóru fram, ekki. Mér að kenna, engum öðrum að kenna, engum öðrum að kenna,“ sagði Biden óskýr í máli.

„Ég átti bara slæmt kvöld“

Þá minntist hann á frammistöðu Trumps og þær lygar sem hann lét falla í kappræðunum.

„En það virtist vera að þú ættir í erfiðleikum frá fyrstu spurningunni, jafnvel áður en hann talaði?“ spurði Stephanopoulos.

Þá svaraði Biden: „Jæja, ég átti bara slæmt kvöld.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert