Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hitti Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í dag til að ræða um stríðið í Úkraínu. Leiðtogar innan Evrópusambandsins hafa gagnrýnt ferðina harkalega.
Sagði Pútín við fjölmiðla í dag að hann byggist við því að Orban myndi tala við hann fyrir hönd Evrópu, þar sem Ungverjar gegni nú formennsku í Evrópusambandinu.
Fyrr í vikunni heimsótti Orban Úkraínu. Hann hafði ekki heimsótt landið frá því Rússar réðust inn í það í febrúar 2022. Orban hefur verið sá leiðtogi innan Evrópusambandsins sem hefur mest gagnrýnt fjárstuðning Evrópusambandsins við Úkraínumenn í stríðinu gegn Rússum.
Leiðtogar innan Evrópusambandsins hafa brugðist harkalega við heimsókn Orbans til Rússlands.
Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt ferðina eru Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hún segir að samheldni þurfi til að ná varanlegum firði í Úkraínu.
Hungarian @PM_ViktorOrban is visiting Moscow:
— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) July 5, 2024
Appeasement will not stop Putin.
Only unity and determination will pave the path to a comprehensive, just and lasting peace in Ukraine.
Þá skrifar Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, að Orban sé ekki fulltrúi sambandsins í þessari heimsókn sinni.
.@PM_ViktorOrban visit to Moscow falls exclusively in the bilateral relations between Hungary & Russia. #EUCO positions on Russian war against Ukraine exclude official contacts between the EU & President Putin.
— Josep Borrell Fontelles (@JosepBorrellF) July 5, 2024
PM Orban is thus not representing the EU.https://t.co/0xPP1ZhNp8