Ríkisstjóri hvetur Biden til að hlusta á þjóðina

Maura Healy er konan í bláu kápunni.
Maura Healy er konan í bláu kápunni. AFP/mandel Ngan

Demó­krat­inn Maura Hea­ly, rík­is­stjóri Massachusetts, hef­ur beðið Joe Biden Banda­ríkja­for­seta að íhuga vand­lega hvort að hann „sé enn besta von okk­ar til að sigra Don­ald Trump“.

Rík­is­stjór­ar Demó­krata­flokks­ins funduðu með Biden á miðviku­dag­inn og var Hea­ly á fund­in­um.

Hún er nú fyrsti rík­is­stjór­inn sem tek­ur af skarið og biður Biden op­in­ber­lega um að íhuga fram­boð sitt vand­lega.

Biður hann um að meta fram­boðið vand­lega

„Ég veit að hann er sam­mála um að þetta eru mik­il­væg­ustu kosn­ing­arn­ar á okk­ar ævi. Besta leiðin fram und­an er ákvörðun sem for­set­inn þarf að taka.

Á næstu dög­um hvet ég hann til að hlusta banda­rísku þjóðina og vand­lega meta það hvort að hann sé enn besta von okk­ar til að sigra Don­ald Trump,“ seg­ir hún í yf­ir­lýs­ingu.

Hún tek­ur það fram að óháð því hvað Biden ákveður að gera, þá muni hún gera allt í sínu valdi til að sigra Trump.

Kveðst þurfa meiri svefn

Heim­ild­ir CNN herma að nokk­ur um­mæli Bidens á fundi hans með rík­is­stjór­un­um hafi vakið upp óánægju meðal þeirra.

Biden tjáði þeim það að hann þyrfti að fá meiri svefn og að hann myndi hætta að halda viðburði eft­ir klukk­an 20 á kvöld­in. Þá sagði hann brand­ara sem féll ekki vel í kramið hjá öll­um.

„Ég er í góðu lagi, ég veit samt ekki með heil­ann á mér,“ sagði hann.

Tveir demó­krat­ar í full­trúa­deild Banda­ríkjaþings hafa skorað á Biden að draga fram­boð sitt til baka.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert