Starmer skipaður forsætisráðherra

Karl og Starmer funduðu í dag.
Karl og Starmer funduðu í dag. AFP/Yui Mok

Karl III Bretakonungur hefur skipað Keir Starmer, leiðtoga Verkamannaflokksins, í embætti forsætisráðherra.

Verka­manna­flokk­ur­inn vann stór­sig­ur í þing­kosn­ing­um sem fóru fram í Bretlandi í gær. 

Síðustu fjór­tán ár hef­ur Íhalds­flokk­ur­inn, sem er hægri­flokk­ur, farið með völd í Bretlandi. 

Ris­hi Sunak sagði af sér í dag sem formaður íhaldsmanna. Bað hann bresku þjóðina af­sök­un­ar þegar hann flutti ávarp fyr­ir utan Down­ingstræti í morg­un.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert