Starmer verður næsti forsætisráðherra Breta

Starmer mun taka við embætti forsætisráðherra.
Starmer mun taka við embætti forsætisráðherra. AFP/Justin Tallis

Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Verkamannaflokkurinn vann stórsigur í þingkosningunum sem fóru fram í Bretlandi í gær. 

Síðustu fjórtán ár hefur Íhaldsflokkurinn, sem er hægriflokkur, farið með völd í Bretlandi. Rishi Sunak, forsætisráðherra og leiðtogi íhaldsmanna, hefur óskað Starmer til hamingju með góða kosningu og lofað friðsamlegum valdaskiptum.

Sunak hefur óskað Starmer til hamingju.
Sunak hefur óskað Starmer til hamingju. AFP/Darren Staples

Star­mer hef­ur verið á þingi í níu ár en starfaði þar á und­an sem mann­rétt­inda­lögmaður og sak­sókn­ari. Hann er 61 árs gam­all og verður elsti maður­inn til þess að taka við embætti for­sæt­is­ráðherra í Bretlandi í hálfa öld.

Á eftir að telja öll atkvæði

Starmer ávarpaði stuðningsmenn sína í nótt þegar ljóst var að Verkamannaflokkurinn hefði unnið stórsigur. Hann lofaði breytingum og sagði meðal annars: „Landið í fyrsta sæti, flokkurinn í annað sæti.“

Enn hafa ekki öll atkvæði verið talin en eins og staðan er núna er Verkamannaflokkurinn með 408 þingsæti og Íhaldsflokkurinn með 115. Alls eru þingsætin á breska þinginu 650 talsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka