Þriðji þingmaður demókrata biður Biden um að hætta

Joe Biden og Seth Moulton ræddu saman eftir ræðu Bidens …
Joe Biden og Seth Moulton ræddu saman eftir ræðu Bidens í þinghúsinu fyrr á árinu. AFP/POOL/Jacquelyn Martin

Þriðji þingmaður demó­krata í full­trúa­deild­inni hef­ur stigið fram op­in­ber­lega og beðið Joe Biden Banda­ríkja­for­seta um að draga fram­boð sitt til baka.

Dag­blaðið New York Times grein­ir frá.

„Biden for­seti hef­ur unnið öt­ul­lega fyr­ir landið okk­ar, en núna er tím­inn fyr­ir hann til að feta í fót­spor [...] Geor­ge Washingt­ons og stíga til hliðar til að leyfa nýj­um leiðtog­um að rísa upp og fara fram gegn Don­ald Trump,“ sagði Seth Moult­on, þingmaður frá Massachusetts, í út­varps­viðtali fyrr í dag.

Veit ekki hver ætti að koma í stað Bidens

Moult­on kvaðst ekki vita hver ætti að koma í stað Bidens, eða hvernig ætti að velja þann fram­bjóðenda.

Tveir aðrir demó­krat­ar í full­trúa­deild Banda­ríkjaþings hafa skorað á Biden að draga fram­boð sitt til baka.

Demó­krat­inn Maura Hea­ly, rík­is­stjóri Massachusetts, bað Biden fyrr í dag um að íhuga vand­lega hvort að hann væri rétti maður­inn í starfið til að sigra Trump.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert