Framfarir „aðalverkefni“ nýrrar stjórnar

Starmer á blaðamannafundinum í dag.
Starmer á blaðamannafundinum í dag. AFP

Keir Starmer, nýkjörinn forsætisráðherra Bretlands, sagðist vera „æstur í breytingar“ á blaðamannafundi sem hann hélt eftir að ríkisstjórn hans fundaði í fyrsta sinn í morgun. Hann hét því að framfarir yrðu „aðalverkefni“ stjórnar Verkamannaflokksins.

Meðal þess sem kom fram á blaðamannafundinum var staðfesting á loforði Starmer um að afnema lög sem voru samþykkt í stjórnartíð Rishi Sunak um að senda flóttamenn til Rúanda. 

„Rúanda–áætlunin var dauð og grafin áður en hún byrjaði... Ég er ekki tilbúinn í að halda áfram slíkum brellum sem hafa ekki fælingarmátt,“ sagði Starmer. 

Mikil vinna framundan 

Starmer sagði við ríkisstjórn sína að það væri „mesti heiður og forréttindi lífs síns“ að fá umboð frá Bretakonungi til að mynda ríkisstjórn. 

„Það er mikil vinna framundan hjá okkur, svo nú skulum við byrja að vinna,“ sagði hann og uppskar lófaklapp ráðherranna. 

Starmer eyddi fyrstu klukkustundum sínum í Downingstræti í gær að skipa ráðherra ríkisstjórnarinnar. 

Ríkisstjórnin kom saman í Downingstræti í dag.
Ríkisstjórnin kom saman í Downingstræti í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert