Hleypur á alla leiki Englands eftir Afríkureisuna

Russ Cook í Túnis í apríl er hann kláraði hlaupið …
Russ Cook í Túnis í apríl er hann kláraði hlaupið þvert yfir Afríku. AFP

Breski hlaupagarpurinn Russ Cook hefur hlaupið á alla leiki Englands á EM. Einungis eru um þrír mánuðir síðan hann kláraði 16 þúsund kílómetra hlaup þvert yfir Afríku. 

Cook byrjaði að hlaupa frá Wembley–leikvangi í Lundúnum fyrir þremur vikum og hljóp þaðan 369 kílómetra til Gelsenkirchen í Þýskalandi á fyrsta leik Englands. 

Þaðan hljóp hann 236 kílómetra til Frankfurt. Næsti leikur var í Köln, 179 kílómetrum frá Fankfurt, og þar á eftir hljóp Cook 85 kílómetra aftur til Gelsenkirchen.

Eftir það hljóp hann 47 kílómetra til Dusseldorf þar sem hann er nú staddur til þess að fylgjast með leik Englands og Sviss í átta liða úrslitunum sem hefst klukkan 16 í dag. 

Hingað til hefur Cook því hlaupið 916 kílómetra.

Ef England vinnur leikinn á eftir mun Cook að öllum líkindum hlaupa til Dortmund þar sem undanúrslitaleikurinn fer fram 10. júlí. Úrslitaleikur EM fer síðan fram í Berlín 14. júlí.

View this post on Instagram

A post shared by Russ Cook (@hardestgeezer)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert