Tate-bræðrum frjálst að fara frá Rúmeníu

Andrew og Tristan Tate er nú frjálst að yfirgefa Rúmeníu …
Andrew og Tristan Tate er nú frjálst að yfirgefa Rúmeníu en ekki ESB. AFP/Daniel Mihailescu

Dómstóll í Búkarest hefur úrskurðað að áhrifavaldurinn Andrew Tate og bróðir hans Tristan Tate sé nú frjálst að yfirgefa Rúmeníu en ekki Evrópusambandið.

Breska ríkisútvarpið greindi frá þessu.

Bræðrunum var bannað að yfirgefa Rúmeníu vegna réttarhalda yfir þeim. Þeir voru ákærðir fyrir mansal, nauðgun og fyrir að mynda hópa í því skyni að misnota konur kynferðislega. 

Endurspegli fyrirmyndarhegðun bræðranna

Bræðurnir sögðu að úrskurðurinn tákni verulegan sigur og væri stórt skref fram á við í máli þeirra. Eugene Vidineac lögmaður þeirra sagði niðurstöðuna endurspegla fyrirmyndarhegðun og aðstoð skjólstæðinga sinna.

„Andrew og Tristan eru enn staðráðnir í að hreinsa nafn sitt og orðspor, en þeir eru þakklátir dómstólum fyrir að bera þetta traust til þeirra,“ er haft eftir lögmanninum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert