Biður um stuðning frá þingmönnum

Einhverjar efasemdir hafa verið innan Demókrataflokksins um hæfni Joe Bidens …
Einhverjar efasemdir hafa verið innan Demókrataflokksins um hæfni Joe Bidens Bandaríkjaforseta til endurkjörs. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði í dag eftir fullum stuðningi frá þingmönnum demókrata vegna baráttu hans fyrir endurkjöri. 

Undanfarna daga hafa margir innan flokksins rætt hvort Biden ætti að draga sig úr kosningabaráttunni vegna hás aldurs, en hann er 81 árs gamall. 

Viss um að kjósendur styðji sig ennþá

„Ég er staðráðinn í því að halda áfram baráttunni,“ skrifaði Biden í opinberu bréfi til flokksmanna. „Það er kominn tími til að safnast saman, halda áfram sem sameinaður flokkur og sigra Donald Trump.“

Biden sagði í sjónvarpsþættinum Morning Joe í morgun, að hann væri handviss um að hann nyti enn stuðnings kjósenda, þrátt fyrir efasemdaraddirnar. 

Þá hvatti hann mögulega mótframbjóðendur innan flokksins til að stíga fram á komandi þingi demókrata. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka