Biður um stuðning frá þingmönnum

Einhverjar efasemdir hafa verið innan Demókrataflokksins um hæfni Joe Bidens …
Einhverjar efasemdir hafa verið innan Demókrataflokksins um hæfni Joe Bidens Bandaríkjaforseta til endurkjörs. AFP

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti kallaði í dag eft­ir full­um stuðningi frá þing­mönn­um demó­krata vegna bar­áttu hans fyr­ir end­ur­kjöri. 

Und­an­farna daga hafa marg­ir inn­an flokks­ins rætt hvort Biden ætti að draga sig úr kosn­inga­bar­átt­unni vegna hás ald­urs, en hann er 81 árs gam­all. 

Viss um að kjós­end­ur styðji sig ennþá

„Ég er staðráðinn í því að halda áfram bar­átt­unni,“ skrifaði Biden í op­in­beru bréfi til flokks­manna. „Það er kom­inn tími til að safn­ast sam­an, halda áfram sem sam­einaður flokk­ur og sigra Don­ald Trump.“

Biden sagði í sjón­varpsþætt­in­um Morn­ing Joe í morg­un, að hann væri hand­viss um að hann nyti enn stuðnings kjós­enda, þrátt fyr­ir efa­semdaradd­irn­ar. 

Þá hvatti hann mögu­lega mót­fram­bjóðend­ur inn­an flokks­ins til að stíga fram á kom­andi þingi demó­krata. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert