Boeing játar sök

Boeing hefur játað sök.
Boeing hefur játað sök. AFP/Patrick T. Fallon

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur játað svik í máli er varðar tvö flugslys þar sem 346 manns létust. Flugvélaframleiðandinn náði samkomulagi við bandaríska dómsmálaráðuneytið og fara því ekki fram réttarhöld í málinu.

Saksóknarar í Bandaríkjunum komust að þeirri niðurstöðu að Boeing hafi ekki fylgt fyrri sátt þeirra um slysin. Þeir segja Boeing hafa beitt blekkingum á meðan vottun á þotum þeirra stóð yfir.

346 manns létu lífið í tveimur flugslysum í Eþíópíu og Indónesíu árin 2018 og 2019. Flugvélarnar voru báðar af gerðinni 737 MAX og hröpuðu þær til jarðar, en galli í vél­un­um varð til þess að þær hröpuðu. Í kjölfar slysanna voru vélarnar kyrr­sett­ar og varði kyrrsetningin í um 20 mánuði.

Boeing verður sektað, en bætur fyrir fjölskyldur þeirra sem létust í slysunum verða ákvarðaðar af dómstólum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka