Ellefu látnir og margra saknað eftir aurskriðu

Í það minnsta 11 eru látnir og 19 er saknað …
Í það minnsta 11 eru látnir og 19 er saknað eftir að mikil rigning olli aurskriðu á eyjunni Sulawesi í Indónesíu. AFP

Í það minnsta 11 eru látnir og 19 er saknað eftir að mikil rigning olli aurskriðu á eyjunni Sulawesi í Indónesíu. 

Skriðan féll í afskekkt þorpi í Bone Bolango-héraði í Gorontalo-héraði seint á laugardag eftir úrhellisrigningu.

Að minnsta kosti 11 létu lífið og á annan tug manna er saknað eftir hamfarirnar. Nokkrar brýr á svæðinu hrundu og þurftu björgunarmenn að ferðast fótgangandi við afar erfiðar aðstæður að slysstaðnum.

Hátt í 200 björgunarmenn, þar á meðal lögreglan og hermenn, hafa verið sendir á svæðið. Skriðuföll eru algeng í Indónesíu á regntímanum milli nóvember og apríl en í júlí er venjulega þurrkatíð og miklar rigningar eru sjaldgæfar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert