Flokkur Le Pen hafnaði í þriðja sæti

Eðlilega eru niðurstöður kosninganna vonbrigði fyrir Le Pen.
Eðlilega eru niðurstöður kosninganna vonbrigði fyrir Le Pen. AFP/Dimitar Dilkoff

Þjóðfylk­ing­ar­flokk­ur Mar­ine Le Pen hafnaði í þriðja sæti í annarri umferð frönsku þingkosninganna sem fóru fram í gær. Flokkurinn bar sigur úr býtum í fyrri umferð.

Þing­kosn­ing­arn­ar í Frakklandi fara fram með sér­stöku sniði. Ef eng­inn einn fram­bjóðandi fær meiri­hluta í sínu kjör­dæmi fara þeir fram­bjóðend­ur sem hljóta nægt fylgi áfram í næstu lotu þar sem kosið er á nýj­an leik. Fyrsta kosningin fór fram 30. júní og sú síðari nú í gær. 

Kjósendur vöktu margir fram á rauða nótt til að fylgjast …
Kjósendur vöktu margir fram á rauða nótt til að fylgjast með niðurstöðum kosninganna. AFP/Emmanuel Dunand

577 þingsæti

Banda­lag vinstri­flokka, und­ir merkj­um Nýju lýðfylk­ing­ar­inn­ar (f. Nouveau Front populaire)hlaut flest þingsæti í síðari umferð þingkosninganna, eða 187 sæti. Næst flest sæti hlaut miðju­banda­lag Emm­anu­els Macrons Frakk­lands­for­seta, með 159 sæti. Þjóðfylkingin fékk 142 sæti.

Alls eru 577 sæti á franska þinginu. 289 sæti þarf til að fá hreinan meirihluta. Ljóst er að enginn flokkur náði honum. 

Forætisráðherra Frakka, Gabriel Attal, mun segja starfi sínu lausu í dag. Hann ætlar þó að halda áfram að gegna embættinu á meðan þörf krefur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert