Segir upp störfum eftir viðtal við Biden

Joe Biden Bandaríkjaforseti fór í viðtalið í síðustu viku.
Joe Biden Bandaríkjaforseti fór í viðtalið í síðustu viku. AFP/Andrew Caballeru-Reynolds

Andrea Lawf­ul-Sand­ers út­varps­fréttamaður hef­ur sagt upp störf­um eft­ir að í ljós kom að spurn­ing­arn­ar sem hún lagði fyr­ir Joe Biden Banda­ríkja­for­seta voru fyr­ir­fram ákveðnar af kosn­ingat­eymi Bidens.

Dag­blaðið New York Times grein­ir frá þessu.

Lawf­ul-Sand­ers starfaði fyr­ir WURD-út­varps­stöðina í Penn­sylvan­íu. 

Um­rætt viðtal var það fyrsta sem skipu­lagt var eft­ir kapp­ræður Bidens við mót­fram­bjóðand­ann Don­ald Trump. 

Ætla ekki að senda spurn­ing­ar aft­ur

Lawf­ul-Sand­ers tók viðtal við Biden í síðustu viku og spurði hann fernra spurn­inga en þær voru meðal átta spurn­inga sem kosn­ingat­eymið sendi henni.

Spurn­ing­arn­ar lutu að því hvað væri í húfi í kosn­ing­un­um, ár­angri hans og frammistöðu í kapp­ræðum og loks um hvaða skila­boð hann hefði til óákveðinna kjós­enda.

Lauren Hitt, talsmaður kosn­ingat­eym­is Bidens, sagði á laug­ar­dag að teymið ætlaði ekki að senda aft­ur spurn­ing­ar á frétta­menn fyr­ir viðtöl.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert